Það verða hlauparar á reiðstígum laugardaginn 30. september

Sýnum tillit 

Rauða línan er leiðin sem þau hlaupa.

Á milli kl 16:00-18:00 hafa hlauparar fengið leyfi til að fara um skógarhring og inn á bráðabirða reiðleiðina (línuveginn) inn í Heiðmörk.

Þau höfðu samband því þau vissu að þetta væri okkar æfingasvæði og enginn mætti fara þar um nema ríðandi.

Þessir hlauparar eru að taka þátt í 100 km áheytahlaupi, þau koma frá Hvaleyrarvatni inn á skógarhring (sjá mynd) þau ætla að stoppa og víkja og taka tillit til knapa ef þau mæta einhverjum.

Við óskum þeim góðs gengis!