Aðventan í Sörla 2020

 

Þó flestum finnist tíminn lengi að líða þá flýgur hann samt alltaf áfram og er fyrsti í aðventu næst komandi sunnudag 29. nóvember. Að þessu sinni ætlum við að bíða með skreyta Sörlastaði og hefja Aðventan í Sörla á aðventurölti. Við byrjum á að heimsækja Íshesta og félagshús Sörla. Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur fyrir fram þar sem fram þarf að koma nafn og fæðingaár þátttakenda. Senda skal skráningu á aeskulydsnefnd@sorla.is fyrir kl 12 á laugardaginn. Stefnt er á að byrja röltið um kl 16 en þegar fyrir liggur fjöldi þátttakenda munum við senda til baka nákvæma tímasetningu, allt út frá gildandi fjöldatakmörkunum. Í stað þess að hafa hitting á eftir röltið líkt og var í fyrra hvetjum við krakkana til að fá foreldra sína með sér í að skreyta hesthúsin og taka þátt í jólaskreytingakeppni Sörla 2020.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Æskulýðsnefnd Sörla