Þann fjórða í aðventu, 20. desember ætlum við að rölta um hesthúsahverfin og dæma í Jólaskreytingakeppni Hestamannafélagsins Sörla. Mæting í Hlíðarþúfur við stóragerðið kl 16:00, skráning á aeskulydsnefnd@sorli.is
Við ætlum að gefa hesthúsaeigendum smá meiri tíma til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni og gaman er að sjá hvað margir eru búnir að skreyta. Hvetjum við alla til að nýta laugardaginn 19.des til skreytinga.
Munið að jólaskreytingin verður að sjást utan frá. Dregið verður frá stigum ef skreytingarnar eru til þess fallnar að losna, hræða hross eða valda vandræðum. Við biðjum því fólk að vera skynsamt í þessum leik okkar og passa að ekki skapist eldhætta eða önnur hætta á slysum.
Þetta er einungis til gamans gert nú þegar að við búum við sérstakar aðstæður hvað varðar það að hafa gaman saman.
Í verðlaun verður glæsilegt ullarteppi frá Kidka með logo-i uppáhalds hestamannafélagsins okkar Sörla.
Verðlaun fyrir best skreytta hesthúsið veitt í beinu streymi á Facebooksíðu Sörla.
Einnig verður klappað sérstaklega í beinni fyrir best skreyttu götunni/hringnum.