Æfingar á aðalvelli Sörla

Lokanir næstu daga 

Góðan daginn kæru Sörlafélagar.

Það er vertíð hjá okkur í félaginu nú um þessar mundir. Stóru mótin okkar eru byrjuð, félagsreiðtúrar á vegum nefndanna og fullt af námskeiðum í fullum gangi.

Á döfinni er úrtaka fyrir Landsmót hjá okkur sem hefst í næstu viku og því er ljóst að margir hafa í mörg horn að líta í sínum undirbúningi fyrir það.

Nú í þessari viku og næstu eru æfingar hjá yngri knöpum í keppnisakademíu Sörla á vellinum á eftirfarandi tímum og aðalvöllurinn því lokaður á meðan:

Mánudagur 23 maí kl 17:00-20:00

Fimmtudagur 26 maí kl 13:00-15:30 (æfingamót á vegum æskulýðs- og mótanefnda)

Mánudagur 30 maí kl. 17:00-20:00

Við þökkum kærlega fyrir tillitssemina við ungu knapana sem eru mörg að æfa sig fyrir sín fyrstu mót á ferli sínum, og það er mikils virði fyrir þau að fá tíma til þess að æfa sig með þjálfurum sínum og efla sjálfstraust sitt og færni fyrir mótin.

Kær kveðja Hinni Sig
Yfirþjálfari Hestamannafélagsins Sörla.
Sörli Íþrótt-lífsstíll.