Afrekshópur Sörla 2025-2026

Flottir krakkar 

Afrekshópur Sörla 2024- 2025 ásamt Ástu Köru yfirþjálfara og Jóhönnu Margréti Snorradóttur

Á síðasta tímabili fór fram öflugt starf afrekshóps hjá Hestamannafélaginu Sörla. Í september á síðasta ári valdi yfirþjálfari í samstarfi við stjórn knapa þátttakendur inn í hópinn sem höfðu skarað fram úr og sýnt mikla elju og dugnað. Starfið gekk vonum framar og voru allir nemendur ánægðir eftir veturinn en í hópnum voru 12 nemendur.

Til að komast í hópinn þarf að standast ákveðinn skilyrði. En þáttakendur þurfa á undanförnum tveimur árum að hafa (tímabil: 2024 – 2025):

·         Unnið til afreka á stórmótum svo sem Landsmóti, Íslandsmóti, Norðurlandameistaramóti eða Heimsmeistaramóti.
·         Vera valin í U21 landslið
·         Vera valinn í A hóp í hæfileikamótum LH
·         Iðkandi sem hefur sýnt miklar framfarir og sinnt þátttöku á stórmótum á síðustu tveimur árum (huglægt mat)

ATH.  Til að úrslit á Íslandsmóti barna og unglinga séu gjaldgeng þarf viðkomandi að vera skráður í sterkari greinar eins og T1/V1/V2/F2 og amk 15 knapar skráðir í greinina.

Markmið afreksstarfsins hjá Sörla er jákvæð upplifun iðkenda, uppbyggilegt andrúmsloft í afrekshópnum og að iðkandi upplifi sig sem mikilvægan liðsmann hjá félaginu. Einnig að einstaklingar í úrvalshópi þroskist sem íþróttamenn og dafni í afreksmiðuðu umhverfi. Fræðist um og fái aðstoð við heilbrigt líferni, bæði líkamlegt og andlegt.
Fái einstaklingsmiðaða aðstoð í sinni iðkun upp að efsta stigi íþróttarinnar í sínum aldursflokki.
Auki færni og öðlist reynslu til framtíðar í íþrótt sinni.
Gangi stolt(ur) frá verkefni fyrir sitt framlag fyrir félagið. 

Yfirþjálfari sér um umsjón hópsins í samstarfi við stjórn félagsins ásamt því að vera helsti ábyrgðaraðili hópsins. Hann er einnig tengiliður stjórnar við þá aðila sem að afreksstefnunni koma og velur iðkendur í afrekshóp og hæfileika mótun félagsins í samstarfi við reiðkennara eftir ákveðnum forsendum.

Smá breyting verður í ár en yfirþjálfari mun taka inn árangur á Reykjarvíkurmeistaramóti ef skráning er mikil. Knapi mun þurfa að hafa verði skráður í sterkari greinar á mótinu og að minnsta kosti 20 keppendur skráðir. Það hefur sýnt sig síðustu ár á Reykjavíkurmeistaramót hefur verið eitt af stæðstu mótum ársins. Einnig munu knapar þurfa að sækja um í hópinn og fer yfirþjálfari yfir umsóknir í samstarfi við framkvæmdarstjóra og stjórn félagsins og velur þannig inní hópinn.

Yfirþjálfari hvetur alla þá sem uppfylla skilyrði inní hópinn og hafa áhuga á að vera hluti af afrekshópi Sörla að sækja um. Þeir sem voru hluti af hópnum á síðasta tímabili þurfa einnig að sækja um. Umsóknarfresti lýkur 30. september.

Umsóknir skulu berast í exel skjali með niðurlistuðum árangri á emailið: astakara@sorli.is