Afreksstefna Hestamannafélagsins Sörla – yngri flokka.
Íþrótt-lífsstíll
Afrekstefna þessi lýtur að yngri flokkum Hestamannafélagsins Sörla 2024-2025.
Afreksstefna ÍSÍ skilgreinir einstaklinga og flokka sem skara fram úr í íþróttum á eftirfarandi hátt:
· Um framúrskarandi íþróttafólk eða flokk er þá fyrst að ræða þegar einstaklingur eða flokkur skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum.
· Afreksfólk eru þeir einstaklingar/flokkar sem standast viðmið í viðkomandi íþróttagrein sem skilgreind eru af viðkomandi sérsambandi.
· Afreksefni teljast þeir einstaklingar/flokkar sem ekki hafa náð jafn langt en taldir eru með markvissri þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu.
Hugtök/Skilgreiningar:
Stórmót:
LM-Landsmót
ÍM-Íslandsmót
NM-Norðurlandameistaramót
HM-Heimsmeistaramót
Millimót
Fjórðungsmót
WR mót
Meistaradeildir æskunnar og ungmenna
Hafnarfjarðarmeistaramót
Minni mót
Félagsmót Sörli
Minni opin mót
Landsliðsþátttaka
Landsliðs knapar U21
Hæfileikamótun LH
Afrekssvið (nokkrir iðkendur sem hafa staðið framarlega á stórmótum, landslið og hæfileikamótun)
Hæfileikamótun (keppnisakademían)
Hefðbundnar æfingar
Grunnurinn að allri uppbyggingu upp í flokkana og inn í afreksstarfið.
Leiðarljós afreksstarfs hjá Sörla er:
Jákvæð upplifun iðkenda
Uppbyggilegt andrúmsloft í afrekshópum
Að iðkandi upplifi sig mikilvægan liðsmann hjá félaginu
Heilbrigt afreksmiðað umhverfi:
Markmið:
Að einstaklingar í úrvalshóp þroskist sem íþróttamenn og dafni í afreksmiðuðu umhverfi.
Fræðist um og fái aðstoð við heilbrigt líferni, bæði líkamlegt og andlegt.
Fái einstaklingsmiðaða aðstoð í sinni iðkun upp að efsta stigi íþróttarinnar í sínum aldursflokki.
Auki færni og öðlist reynslu til framtíðar í íþrótt sinni.
Gangi stolt(ur) frá verkefni fyrir sitt framlag fyrir félagið.
Ábyrgðaraðilar og umsjón:
Yfirþjálfari í samstarfi við stjórn félagsins ber ábyrgð á því að fylgja eftir afreksstefnu félagsins.
o Er tengiliður stjórnar við þá aðila sem að afreksstefnunni koma.
o Velur iðkendur í afrekshóp og hæfileikamótun félagsins í samstarfi við reiðkennara eftir ákveðnum forsendum.
Forsendur hópa
Afrekshópur
· Þátttakendur sem hafa á undanförnum tveimur árum unnið til afreka á stórmótum
· Þátttakendur sem riðið hafa til úrslita í Meistaradeildin æskunnar eða ungmenna á síðustu tveimur árum
· Valin í U21 landslið á undanförnum tveimur árum.
· Valin A hóp í hæfileikamótun LH á undanförnum tveimur árum.
· Iðkandi sem sýnt hefur miklar framfarir og sinnt þátttöku á stórmótum á síðustu tveimur árum (huglægt mat)
Hæfileikamótun (Keppnisakademía Sörla)
· Iðkendur sem tekið hafa þátt á að minnsta kosti 5 mótum undanfarin tvö ár.
· Iðkendur sem tekið hafa þátt í deildum æskunnar eða ungmenna síðustu tvö ár
· Þátttakendur á opnum mótum (millimót) undanfarið ár
Reiðmennskuæfingar (Grunnur allrar þjálfunar hjá félaginu, sjá námsskrá)
· Iðkendur upp að keppnisstigi
· Þátttaka á minni mótum
· *Opin öllum iðkendum
*Reiðmennskuæfingar undir leiðsögn menntaðra þjálfara eru opnar öllum iðkenndum hestamennsku og miða að aukinni færni þjálfunar bæði manns og hests.
Hugmyndir að afreksstarfi opið öllum á vorönn (ekki háð því að vera í afrekshóp eða hæfileikamótun)
Æfingamót
Gæðingalist sér námskeið
Úrtökur
Eftirfylgni
Fyrirlestrar dómara (verður á bóklegum tímum reiðmennskuæfinga)
Fyrirlestrar t.a.m. markþjálfa, íþróttasálfræðinga
Fjármögnun
Iðkendur/foreldrar
Styrktaraðilar
Félagið
Annað