Áhugamannadeild Spretts 2025

Samskipadeild Spretts 

Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hamrahóli

Í gærkvöldi fór fram fyrsta mót í Samskipadeild Spretts. Áhuginn leynir ekki á sér enda voru 70 keppendur skráðir til leiks. Sörlafélaginn Kristín Ingólfsdóttir stóð uppi sem sigurvegari með hestinn sinn hann Ásvar frá Hamrahóli með einkunina 6.93, eftir svaka góða sýningu. Jöfn í öðru sæti voru þau Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir sem átti frábæra sýningu á tölti og brokki á hestinum Hnokka frá Áslandi og Darri Gunnarsson sem átti glæsilega sýningu á stökki og greiðu tölti á hestinum Draumi frá Breiðstöðum með einkunina 6.83.

Það er óhætt að segja að Sörlafélagar ætli sér mikið í ár og frábær byrjun hjá þeim að landa 3 efstu sætunum, enda Sörlafélagar sem leggja mikin metnað og dugnað í að þjálfa hesta sína.

Fleiri Sörlafélagar keppa í deildinni í ár það eru þau, Aníta Rós Róbertsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, Svanbjörg Vilbergsdóttir og Ásta Snorradóttir.

Það er alveg ljóst að það verður gaman að fylgjast með deildinni í ár og hvet ég alla til að mæta í stúkunna og hvetja sína félaga áfram.

Góða helgi!

Ásta Kara
Yfirþjálfari

Kristín Ingólfsdóttir, Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Darri Gunnarsson.