2025-05 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Reiðhallargólf – tæki til að vinna gólf og battar. Staðan með nýja gólfið. 

Unnið að kaupsamningi við framleiðanda á efni í reiðhallargólfið og að fá efnið flutt til landsins. Stjórn leggur áherslu á að það þurfi að flýta þessu eins og hægt er. Batta vinna hefst í næstu viku.

2. Íslandsmót

Sörli sótti um að halda Íslandsmót barna og unglinga sem og fyrir ungmenni og fullorðna þrjú ár í röð, þ.e. 2025, 2026 og 2027. LH hefur úthlutað Sörla Íslandsmóti barna og unglinga sumarið 2025 og Íslandsmót ungmenna og fullorðna 2026. Stjórn samþykkir að taka að sér þau mót sem L.h. úthlutaði Sörla. Stjórn lýsti þó yfir vonbrigðum með að stjórn landssambandsins féllst ekki á hugmyndir Sörla um nýja sín á Íslandsmót til að  hefja þau til vegs og virðingar, í verki, með því að úthluta félaginu a.m.k. einu móti í 3 ár til að byggja upp nýja sín og betri mót. Athygli stjórnar Sörla vakti að félagið fékk einungis úthlutað mótum þau ár sem ekkert annað félag sótti um. Stjórn Sörla lýsir yfir vonbrigðum með þetta, en mun ekki skorast undan og mun halda þessi tvö Íslandsmót sem félagið fékk.

3. Vígsla á nýju reiðhöllinni

Umræðu um þetta er frestað til næsta stjórnarfundar, þar til frekari dagsetningar liggja fyrir um lok framkvæmda.

4. Alendis samningur

Formaður hefur verið í samningaviðræðum við forsvarsmenn Alendis um útsendingar frá mótum og viðburðum hjá Sörla. Samningsdrög liggja fyrir sem stjórnarmenn hafa kynnt sér. Nokkrar athugasemdir eru gerðar við samninginn sem formaður mun taka áfram í viðræðum við Alendis. Formanni falið að klára það og ganga til samninga f.h. félagsins.

5. Endurmenntun LBHÍ – óskar eftir því að bjóða upp á Reiðmanninn aftur í Sörla

Stjórn tekur vel í erindið og felur framkvæmdarstjóra að taka samtalið áfram við LBHÍ.

6. LH – Fjölgum félagsmönnum, Teljari – hversu margir nýta reiðstígana. Límmiðar.

Farið yfir erindi frá LH þar sem viðruð var hugmynd um að setja upp teljara við helstu reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu í því skyni að leitast við að fá yfirsýn yfir fjölda þeirra sem stunda íþróttina að staðaldri. Nokkur kostnaður fylgir því að fjárfesta í slíkum búnaði sem stjórn Sörla er ekki tilbúinn til að fara út í. Ákveðið að kanna hvort að hægt væri að fá slíkan búnað að láni eða leigðan til skamms tíma. Það þarf að fara í átak til að hvetja þá sem ekki eru skráðir í félagið en nýta félagssvæðið okkar til að skrá sig, verður gert með sameiginlegu átaki á vegum LH einnig ætlum við að gera límmiða, hugmynd sem kom upp á aðalfundi.

7. Myndir til að prýða veggi

Formaður kynnir fyrir okkur hugmyndir af málverkum sem okkur stendur til að kaupa. Stjórn hefur áhuga á að skoða kaup á þeim. Ákveðið að kanna verð og taka til umræðu síðar.

8. Happdrætti

Nú þarf að hefjast handa við að safna vinningum. Rætt um að virkja nefndir til að taka þátt í því sem tókst mjög vel í fyrra. Mikil vinna fylgir þessu og ótækt að það hvíli á fáum aðilum. Skírdagur er 17. apríl nk. og nú þarf að spýta í lófana.

9. Frá Framkvæmdastjóra

a. Eldhús – tillaga að nýju skipulagi, ýmis tækjakaup

Framkvæmdarstjóri kynnir tillögu að nú skipulagi í eldhúsi sem stjórn líst vel á. Þá liggur fyrir að festa þarf kaup á nýjum eldhústækjum en að einnig verði þau tæki nýtt sem félagið á. Fyrir liggur að Sörli hefur kost á að kaupa nýleg en notuð tæki á góðu verði.

b. Endurbætur á gömlu reiðhöllinni - foktjón + lýsing á keppnissvæði og almennt á Sörla svæðinu. Bráðabirgða starfsleyfi.

Farið verðu í endurbætur á gömlu reiðhöllinni um leið og nýja reiðgólfið verður tilbúið, farið verður yfir það í næstu viku með bænum.

Nokkuð tjón varð á gömlu reiðhöllinni í fárviðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Ákveðið að kanna hvort tjónið fáist bætt af tryggingafélagi félagsins.

Framkvæmdarstjóri fer yfir að það hafi ítrekað verið að óska eftir viðgerðum og endurnýjun á lýsingu á reiðvegunum. Upplýst að það standi til að setja upp nýja lampa og ledlýsingu sem Hafnarfjarðarbær mun framkvæma. Mjög brýnt verkefni.

Búið er að fá bráðabirða starfsleyfi fyrir reiðsalinn þangað til að endanlegt leyfi fæst eftir að framkvæmum líkur.

c. Sendar frá Íslandsturnum og Mílu

Framkvæmdarstjóri upplýsir um að samningur hafi verið til staðar við Íslandsturna (áður Sýn) - um afnot fyrir senda á þaki reiðhallarinnar og verið greitt eftir honum. Einnig var samningur við Símann, en þegar eignarhaldið breyttist á Símanum í Mílu þá féllu niður greiðslur fyrir þeirra senda (Íslandsbanki sá um þá innheimtu) en búið er að ná samningum og verður rukkað fyrir þá núna og aftur til ársins 2021. Samningar verða endurnýjaðir við báða þessa aðila.

d. Stofnbúnaður í reiðhöll

Formaður hefur ítrekað verið að ýta á að koma á fundi framkvæmdarnefndar til að fara yfir þann stofnbúnað sem þarf að vera til staðar í nýju mannvirki. Fundum lofað en ekkert heyrist frá Haf.

e. Endurskoðun á viðmiðum fyrir Afreksfólk og Afrekshóp

Framkvæmdarstjóri hefur átt samtöl við vinnuhópinn sem hefur farið árlega yfir viðmiðin fyrir afreksverðlaun félagsins og er það í vinnslu. Framkvæmdastjóri ætlar að biðja yfirþjálfara að yfirfara viðmiðin varðandi afrekshóp og koma með tillögur að breytingum ef einhverjar eru til stjórnar.

f. Kynningar – Brokk – Hrímnir – Bláberg

Framkvæmdarstjóri upplýsir stjórn um að framangreind fyrirtæki hafa óskað eftir að vera með kynningu fyrir félagsmenn. Í ljósi þess að framkvæmdir standa enn yfir er erfitt að koma þessu við en stjórn tekur vel í að hýsa kynningar næsta vetur.

g. Plastmál – nýtt tilboð frá íslenska Gámafélaginu

Borist hefur nýtt tilboð frá íslenska gámafélaginu kr. 400-500þús. Málið var rætt og skiptar skoðanir stjórnarmanna um hvort að félagið eiga að fara út í þennan kostnað. Auk kostnaðar við að bjóða félagsmönnum upp á þetta hefur þurft að manna vaktir til vera viðstaddir þegar losun fer fram þar sem félagsmenn hafa hent öllu mögulega í gámana en ekki einungis rúlluplasti og plasti utan um spæni. Ákveðið að fresta frekari umræðu um þetta og að bíða með að skuldbinda félagið frekar enda ljóst að félagið stendur í miklum framkvæmdum með tilheyrandi útgjöldum.

h. Snjótönn – Traktor naglar

Stjáni skoðar nýja snjótönn og Didda hefur keypt nagla til að skrúfa í traktorsdekkin.

j. Dekk – valtari

Stjáni vill fá smá tíma til að kanna þetta áfram áður en dekkjum verður hent.

k. Framhaldsaðalfundur

Framhaldsfundur 18. mars nk. – framkvæmdarstjóri fer yfir undirbúning.

 

10. Önnur mál

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:30