Ánægjulegar fréttir af reiðhöll Sörla

Dropinn holar steininn 

Reiðhöll, Sörlastaðir
Mynd af fyrirhugaðri byggingu, ekki er um endanlegt útlit að ræða.

Hestamannafélaginu Sörla bárust þær ánægjulegu fréttir að Hafnarfjarðarbær væri að hefja útboð í hönnunina á nýrri reiðhöll fyrir okkur félagsmenn. Í dag er staðan sú að þeir eru að óska eftir tilboðum í heildarhönnun á mannvirkinu, sjá frétt á Byggingar.is

Kvennadeildin vinnur að opnunaratriði með Ástu Köru annað hvert föstudagskvöld. Í kvöld verður kvennakvöld frá kl. 19:00 til 23:00. Allar konur velkomnar í súpu til Stebbu óháð því hvort þær eru með hest eða ekki.