Bannað að fara merkta göngustíga á hestum !

Þið vitið hver þið eruð 

Sörli, göngustígur, Hvaleyrarvatn
Hófaför á göngustíg við Hvaleyrarvatn

Kæru félagsmenn

Nú var okkur að berast kvörtun frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Einhverjir félagsmenn okkar virða ekki að það er BANNAÐ að fara um á hestum merkta göngustíga í landi skógræktarfélagsins.

Það er ljóst að ef að við erum að berjast fyrir því að á okkur sé hlustað og að við fáum að vera óáreitt á okkar æfingasvæði þ.e.a.s á Skógarhringnum og Hraunhringum þá þurfum við haga okkur vel og fara ekki um merkta gönguslóða innan lands Skógræktarfélagsins.

Við megum fara um alla slóða á Bleiksteinshálsi. Á hæðini á milli Hlíðarþúfna og Hvaleyravatns eru frábærir slóðar sem allir mega fara um en að sjálfsögðu þarf að gæta öðrum vegfarendum og taka fullkomið tillit til allra sem stunda útivist. Eitthvað hefur verið um að göngufólk hafi haldið að ríðandi umferð megi ekki fara þarna um en það er algjör misskilningur. Allir þessir slóðar, sem hjólandi og gangandi eru einnig að nýta sér, eru tilkomnir vegna ríðandi umferðar þarna um holtið síðastliðna áratugi. Þarna er því öllum frjálst að njóta sinnar útivistar.

Sýnum tillit og förum ekki um á hestum á merktum gönguleiðum. Það er okkur öllum til heilla.

Höfum gaman í Sörla í sátt og samlyndi.

Reiðgötur á Sörlasvæðinu, Sörli
Bleiksteinsháls er fyrir norðan (ofan) Hvaleyrarvatn. Einnig má sjá aðrar reiðgötur á Sörlasvæðinu. Merktar sem ómertkar.