Á stjórnarfundi sem haldinn var í gærkveldi var ákveðið að sameina Árs- og uppskeruhátíð fullorðinna og unga fólkins. Við vorum áður búin að ákveða að halda sérstaka hátíð unga fólksins með sama sniði og í fyrra, en í ljósi aðstæðna þá er okkur ekki stætt á því.
Því blásum við til sameiginlegrar Árs- og uppskeruhátíðar því það er jú skemmtilegast þegar allir geta glaðst saman, bæði ungir sem aldnir. Þetta fyrirkomulag er einnig alveg í takti við íþróttina okkar þar sem að í hestamennsku sjáum við allt upp í fjóra ættliði iðka og æfa sína dásamlegu íþrótt saman.
Eru ekki örugglega allir búnir að taka frá daginn 16. janúar?!
Straujum skyrturnar og pilsin, rífum fram bindin og partýhattana.
Sörli lætur ekki veirufjandann stoppa sig í að hafa gaman saman!
Rafræn árshátíð Hestamannafélagsins Sörla þar sem Siggi Hlö, Ólafía Hrönn og Guðni Ágústsson verða á svæðinu.
Veitingar og ýmiss veisluföng verða til sölu hjá Sörla.
Lofum frábærri skemmtun.
Endilega talið um þetta við aðra félagsmenn, á kaffistofunum og á samfélagsmiðlum þannig að enginn missi af þessari skemmtun.
Höfum gaman saman í fjölskyldu- eða hesthúsa,,kúlunni“ okkar.
Tilvalið að fara í sparifötin, kaupa partýpakka hjá Sörla og hafa gaman saman í stofunni heima.
Nánar auglýst síðar.