Árs- og uppskeruhátíð Sörla

Hver vill missa af þessu 

Árs- og uppskeruhátíðarstikla

Það er allt að gerast

Við Sörlafélagar erum svo heppin að eiga í okkar röðum eintóma snillinga…

Enn af þeim er kvikmyndagerðarmanninn Óskar Nikulásson sem er nú í þessum töluðu að klippa fyrir okkur þvílíka snilld fyrir Uppskeru- og Árshátíðina næstu helgi (með fylgir smá brot af því sem koma skal).

… Og heyrst hefur að Hinni sem fékk veislustjóra hattinn þetta árið sé langt komin með að setja saman massa skemmtilega veislustjón og Hafnarfjarðar brandara sem engin vill missa af.

Þetta verður eitthvað…

(engin pressa strákar) Þið reyndar standið ykkur fáránlega vel í að leggja ykkar að mörkum svo við getum skemmt okkur sem alldrei fyrr.

Og matseðillinn, maður minn…

VÁ hvað við í skemmtinefnd erum orðin spennt að hitta ykkur öll kæru Sörlafélagar næstu helgi. Það eru enn einhverjir miðar til en hver að verða síðastur að næla sér í svo ef þú átt eftir að að panta miða ekki bíða með það

Sendu fullt nafn og fjölda miða á skemmtinefndsorla@gmail.com afhending miða verður svo auglýst í vikunni.

- skemmtinefndin