Árs- og uppskeruhátíð Sörlafólks 2021

Verðlaun fyrir árangur 

Feðginin Hanna Rún Ingibergsdóttir og Ingibergur Árnason Íþróttakona og Íþróttakarl Sörla

Kæru félagar.

Okkur tókst það sem okkur langaði svo mikið að gera í ár að halda Árs- og uppskeruhátíð með venjulegum hætti, rafræna hátíðin í fyrra var fín og fólk hittist í minni árshátíðarpartýum en það er svo miklu skemmtilegra þegar allir geta verið saman.

Okkar bestu þakkir fyrir góða skemmtun og samveru á Árs- og uppskeruhátíðum félagsins sem haldnar voru með glæsibrag dagana 5. og 6. nóvember þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér glimrandi vel. Skemmtanir af þessu tagi eru ekki haldnar nema með aðkomu okkar góðu sjálfboðaliða og allra gesta sem á skemmtanirnar koma.

Eftirtalin verðlaun voru veitt á hátíðunum, fyrir árangur ársins 2021:

Íþóttakona Sörla er Hanna Rún Ingibergsdóttir
Íþróttakarl Sörla er Ingibergur Árnason

Knapi Sörla í áhugamannaflokki er Kristín Ingólfsdóttir

Knapi Sörla í ungmennaflokki er Katla Sif Snorradóttir
2. verðlaun ungmennafokki Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir
3. verðlaun ungmennaflokki Lilja Hrund Pálsdóttir

Efnilegasta ungmenni Sörla er Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Knapi Sörla í unglingaflokki
er Sara Dís Snorradóttir
2. verðlaun unglingaflokki Kolbrún Sif Sindradóttir
3. verðlaun unglingaflokki Júlía Björg Gabaj Knudsen

Knapi Sörla í barnaflokki er Hrafnhildur Rán Elvarsdóttir
2. verðlaun barnaflokki Ögn H Kristín Guðmundsdóttir
3. verðlaun barnaflokki Árný Sara Hinriksdóttir

Verðlaun fyrir ástundun í yngri flokkum Sigurður Dagur Eyjólfsson

Nefndarbikarinn í ár hlaut Mótanefnd

Gullmerki Sörla fengu:
Ásgeir Margeirsson
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir
Halldóra Einarsdóttir
Hrund Einarsdóttir
Sigríður Sigþórsdóttir

Hæst dæmdu hross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélögum:

Lótus frá Efsta-Seli í flokki 4 vetra með einkunina 8,09
Lótus er ræktaður af Daníel Jónssyni og Hilmari Sæmundssyni

List frá Efsta-Seli í flokki 5 vetra með einkunina 8,30
List er ræktuð af Daníel Jónssyni og Hilmari Sæmundssyni

Auðlind frá Þjórsárbakka flokki 6 vetra með einkunina 8,51
Auðlind er ræktuð af Haraldi Þorgeirssyni

Katla frá Hemlu í flokki 7 vetra og eldri með einkunina 8,77
Katla er ræktuð af Önnu Kristínu Geirsdóttur

Hæst dæmda hross í kynbótadómi í eigu Sörlafélaga er hryssan Dimma frá Hjarðartúni með einkunina 8,56 en hún er í eigu Helga Jóns Helgasonar.

Hæst dæmda hrossið í kynbótadómi ræktað af Sörlafélaga árið 2021 er hryssan Hávör frá Ragnheiðarstöðum með einkunina 8,54 en hún er í eigu Helga Jóns Helgasonar og Fanndísar Helgadóttur.

Stjórn, framkvæmdastjóri og skemmtinefnd Sörla