Betri hliðin á Einari Ásgeirssyni

Betri hliðin 

Fullt nafn: Einar Ásgeirsson

Gælunafn: Einsi

Aldur: 33

Búseta: Hafnarfjörður

Fjölskylduhagir: kona og 3 börn

Starf: fóðurfræðingur

Stjörnumerki: Sporðdreki

Fyndnasti Sörlafèlaginn: Palli Óla

Hnakkur? Wakanda

Pulsa eða pylsa: Pylsa

Samsung eða Iphone: Iphone, mögulega mistök samt. 

Besta hross sem þú hefur farið á: Hildur frá Unnarholti

Sefur þú hægra eða vinstra megin í rúminu? Vinstri

Merar eða geldingar? Skiptir engu, bara að hrossið sé gott

Bjór eða léttvín? Bjórinn

Bestu kaupin? Dýr og góð járningaverkfæri hafa margborgað sig

Vandræðalegasta augnablikið?  Ekkert sem er nógu fyndið að tala um

Ef þú ætlaðir að halda undir stóðhest í sumar, hvaða hestur yrði fyrir valinu? Forkur frá Breiðabólsstað

Ef þú fengir að velja þèr lag þegar þú ert í keppnisbrautinni, hvaða lag yrði fyrir valinu? Hraustir menn

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Rölti út með hundinn.

Hestur sem þú hefur ekki prófað en værir til í að fara á? Hrannar frá Flugumýri á fallegu sumarkvöldi

Hvað er það besta við Sörla?  Nágrannarnir í Sörlaskeiði, aldrei lognmolla þar
 

Ég skora á Hannes Brynjar Sigurgeirsson að segja okkur frá betri hliðinni sinni