Betri hliðin á Helgu Sveinsdóttur

Betri hliðin 

Helga Björg Sveinsdóttir
Helga Björg Sveinsdóttir

Fullt nafn: Helga Björg Sveinsdóttir

Gælunafn: Helga

Aldur: 49

Búseta: Suðurbær Hafnarfjarðar

Fjölskylduhagir: Gift honum Bjarna Sig, þrjár dætur og tvö barnabörn.

Starf: Dóttir,eiginkona,móðir,amma, hestakona.

Stjörnumerki: Vatnsberi.

Fyndnasti Sörlafèlaginn: Klárlega Bjarni minn Sig.

Hnakkur? Ástund Xenophon.

Pulsa eða pylsa: Pulsa.

Samsung eða Iphone: Iphone.

Besta hross sem þú hefur farið á: Það er hann Náttar minn, töffari með hjarta úr gulli.

Sefur þú hægra eða vinstra megin í rúminu? Hægra megin.

Merar eða geldingar? Það eru gæðin sem skipta máli en kynið.

Bjór eða lèttvín? Bjór, ískaldur af krana helst.

Bestu kaupin? Týr frá Miklagarði.

Vandræðalegasta augnablikið?  Þau eru nú þónokku,  en að vera í fyrsta skipti að keppa á hringvelli og hesturinn ákveður hoppa út úr hringnum,  ljúka keppni og fara heim það er vandró.

Ef þú ætlaðir að halda undir stóðhest í sumar, hvaða hestur yrði fyrir valinu? Skaginn frá Skipaskaga.

Ef þú fengir að velja þèr lag þegar þú ert í keppnisbrautinni, hvaða lag yrði fyrir valinu? Kickstart my heart, með Mötle Crüe

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Framúr rúminu og inn í eldhús og kveiki á kaffikönnunni.

Hestur sem þú hefur ekki prófað en værir til í að fara á? Spuni frá Vesturkoti.

Hvað er það besta við Sörla? Félagsskapurinn og Fallegustu reiðleiðirnar.


Ég skora á Hermann Kristjánsson frænda minn að segja okkur frá betri hliðinni sinni