Betri hliðin á Hermanni Kristjánssyni

Betri hliðin 

Fullt nafn: Hermann Kristjánsson            

Gælunafn: Hermanos   

Aldur: 59 ára

Búseta: 101 Reykjavík  

Fjölskylduhagir: Kvæntur Guðborgu Auði Guðjónsdóttur. Eigum tvær dætur, Auði Brá (29) og Önnulísu (24) og einn afastrák sem heitir Ásbjörn Orri.

Starf: Rafmagnsverkfræðingur, stjórnarmaður í 7 nýsköpunarfyrirtækjum og  verkamaður í víngarði Drottins.

Stjörnumerki: (Forystu-) Hrútur

Fyndnasti Sörlafélaginn: Bjarni Sigurðsson er sá alfyndnasti án þess að hafa fyrir því.

Hnakkur? Barri HK Special frá Jóni Söðla.

Pulsa eða pylsa: Bulsa

Samsung eða Iphone: Iphone

Besta hross sem þú hefur farið á: Hestur sem við eigum, Lektor frá Kjarnholtum (sjá mynd). Barnahross og keppnishross og allt þar á milli. Allt eftir því hvað knapinn biður um.

Sefur þú hægra eða vinstra megin í rúminu? Vinstra megin en stundum hægra megin í stutta stund.

Merar eða geldingar? Hingað til geldingar en það gæti breyst.

Bjór eða lèttvín? Ískaldur Boli og síðan léttvín.

Bestu kaupin? Hestaúlpa sem ég keypti 2004 og notaði í mörg ár í reiðtúra (sjá mynd). Lét skipta um rennilás eftir 13 ára notkun en nota hana núna sem vinnuúlpu. Ótrúleg flík sem virkar í kulda og hita.

Vandræðalegasta augnablikið?  Hér er af mörgu að taka. Einu sinni spurði ég vinkonu mína sem ég hafði ekki séð lengi, hvenær hún ætti von á sér. Hún svaraði að hún væri ekki ófrísk !

Ef þú ætlaðir að halda undir stóðhest í sumar, hvaða hestur yrði fyrir valinu? Einhver sem gefur traust og geðgóð afkvæmi. T.d. Aðall frá Nýjabæ.

Ef þú fengir að velja þèr lag þegar þú ert í keppnisbrautinni, hvaða lag yrði fyrir valinu? „Baby I need your lovin“ með Michael McDonald.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Kíki á klukkuna og, þangað til nýlega, fer út með hundinn Dofra sem er núna kominn yfir í Sumarlandið.

Hestur sem þú hefur ekki prófað en værir til í að fara á? Sólón frá Skáney

Hvað er það besta við Sörla? Hafnfirðingarnir, fólkið.

 

Ég skora á Stellu Björgu Kristinsdóttur að segja okkur frá betri hliðinni sinni