Fullt nafn: María Júlía Rúnarsdóttir
Gælunafn: Maja snögga
Aldur: Má spyrja konu að þessu?
Búseta: 210 Himnaríki
Fjölskylduhagir: Gift honum Kára mínum og við eigum fullt af börnum, tengdabörnum, hund og 2 hross
Starf: Lögfræðingur
Stjörnumerki: Naut = þrjóskari en andskotinn og amma hans
Fyndnasti Sörlafèlaginn: Klárlega framkvæmdarstýran og gjaldkerinn eftir að ég hef komið í þær smá víni
Hnakkur? Já mér þykir betra að hafa hnakk
Pulsa eða pylsa: pulsa auðvitað! Helst hjá Villa pulsu á pulsuvagninum í Keflavík
Samsung eða Iphone: Þekki ekkert annað en Iphone
Besta hross sem þú hefur farið á: Ég hef sko fengið að prófa Spari Brúnku :-)
Sefur þú hægra eða vinstra megin í rúminu? Hægra megin
Merar eða geldingar? Maður getur ekki gert upp á milli barnanna sinna!
Bjór eða léttvín? Þarf maður að velja?
Bestu kaupin? Bestu hrossakaupin eru auðvitað kaupin á henni Spá minni síðastliðið sumar (fékk sko Kennedy í afmælisgjöf)
Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég var 11 ára og nýja Don cano gallanum mínum var stolið í kvennaklefanum í sundlauginni í Sandgerði og ég þurfti að fara heim á nærfötunum
Ef þú ætlaðir að halda undir stóðhest í sumar, hvaða hestur yrði fyrir valinu? Steggur frá Hrísdal
Ef þú fengir að velja þér lag þegar þú ert í keppnisbrautinni, hvaða lag yrði fyrir valinu? Lítur vel út með Aron Can
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Opna augun, teygi mig í símann og athuga hvenær reiðhöllin hjá Sörla er opin þann daginn
Hestur sem þú hefur ekki prófað en værir til í að fara á? Auðvitað höfðingjann Mídas frá Silfurmýri
Hvað er það besta við Sörla? Einstaklega fallegt umhverfi og reiðleiðir en frábærir Sörlverjar eru það allra besta við félagið
Ég skora á „frænku“ mína Guðbjörgu Ragnarsdóttur að segja okkur frá betri hliðinni sinni