Betri hliðin á Stellu Björg Kristinsdóttur

Betri hliðin 

Stella og Drymbill
Stella og Drymbill

Fullt nafn: Stella Björg Kristinsdóttir

Gælunafn: Stella

Aldur: má spyrja svona ?  en ok – 54 ára

Búseta: Lindahverfi í Kópavogi

Fjölskylduhagir: Ég á frekar trylltan hund, 3 stálpaða unga sem halda mér á tánum og alveg nýbakaðan kærasta sem þolir hestalykt

Starf:  Vinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem forstöðumaður sölu og markaðsmála

Stjörnumerki: ekta Sporðdreki

Fyndnasti Sörlafélaginn: Magnús Magnússon (Maggi diskó) lumar yfirleitt á gullmolum sem létta lund

Fallegasti Sörlafélaginn: Jói frændi minn (Jói lögga) er svo rosalega vel ættaður að hann hlýtur að fá þennan titil

Hnakkur:  er afskaplega sátt með gamla Top Reiter JR hnakkinn minn

Besti matur: Elska allan góðan mat og get engan veginn gert upp á milli rétta. Síðasta matar orgían mín var hreindýra carpaccio með andalifur – segi ekki meira

Besti drykkur: Er forfallinn bjóraðdáandi, en einn góður Espresso Martini reddar líka yfirleitt málunum

Hvernig er kósýkvöld hjá þér? Kúra undir sæng með skál af poppi yfir góðri spennumynd

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar?  Opna augun

Besta hross sem þú hefur farið á:  þau eru nú nokkur, en þar sem ég er afskaplega ánægð með mín eigin þá ætla ég að veita gamla grána mínum þennan titil, Drymbill f Brautarholti

Bestu kaupin?  Nýja hesthúsið í Sörlaskeiði

Vandræðalegasta augnablikið:  ekkert eitt stendur uppúr – það er af nógu að taka

Hélstu undir stóðhest í sumar, hver varð fyrir valinu? Nei

Ef þú fengir að velja þèr lag þegar þú ert í keppnisbrautinni, hvaða lag yrði fyrir valinu? Ég myndi biðja Magga Diskó að mixa fyrir mig The Bongo Song með Safri Duo

Hestur sem þú hefur ekki prófað en værir til í að fara á? Vákur frá Vatnsenda

Hvað er það besta við Sörla? Félagarnir og náttúran

Finnst þér formaðurinn of gráhærður eða passlega gráhærður?  Skiptir ekki máli á meðan hann er með hár yfir höfuð

 

Ég skora á Magga diskó að segja okkur frá betri hliðinni sinni