Fullt nafn: Snorri Dal
Gælunafn: Snorri
Aldur : Góður
Búseta: Hafnarfjörður
Fjölskylduhagir : Giftur Önnu minni og eigum við tvær dætur Kötlu Sif og Söru Dís
Starf: Reiðkennari og tamningamaður
Stjörnumerki : Steingeit
Fyndnasti Sörlafélaginn : Sara Dís
Fallegasti Sörlafélaginn : Anna Björk
Hnakkur : Ástund Wakanda
Besti matur: Hreindýr
Besti drykkur: expresso kaffi
Hvernig er kósýkvöld hjá þér? Hvað er það ??
Það fyrsta a morgnana: opna augun
Besta hrossið : Þau eru svo mörg frábær má ekki gera upp á milli þeirra
Bestu kaupin: Hlýr frá Vatnsleysu
Vandræðalegasta augnablikið: Ekkert sem ég man eftir
Hélstu undir stóðhest í sumar, hver varð fyrir valinu? Engill frá Ytri-Bægisá, Tíberíus frá Hafnarfirði og Djarfur frá Litla-Hofi.
Ef þú fengir að velja þér lag þegar þú ert í keppnisbrautinni, hvaða lag yrði fyrir valinu? Fjöllin hafa vakað
Hestur sem þú hefur ekki prófað en værir til í að fara á? Glampi frá Vatnsleysu
Hvað er það besta við Sörla? Frábært fólk og góður félagsskapur.
Finnst þér formaðurinn of gráhærður eða passlega gráhærður? Er hann farinn að grána.
Ég skora á Daníel Jónsson að segja okkur frá betri hliðinni sinni