Breyting varðandi félagshús

Nýjustu fréttir 

Síðastliðinn sunnudag þá settum við tilkynningu á heimasíðu félagsins þess efnis að við gætum hafið æfingar, námskeið og félagshús þriðjudaginn 20.október með eðlilegum hætti eftir nýjustu sóttvarnarráðstafanir.

Við héldum í morgun þegar að okkur barst fréttatilkynningin frá almannavarnanefnd á höfuðborgarsvæðinu að við þyrftum að aflýsa öllu starfi aftur.

En eftir samtal við fulltrúa frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Landsambandi Hestamanna og íþrótta og tómstundafulltrúa Hafnarfjarðar þá eru allir sammála um að við getum haldið áfram með námskeiðin og æfingarnar þar sem hestaíþróttin er alveg snertilaus.

Varðandi félagshúsið þá getur hópurinn með eldri krökkunum komið í sitt starf en því miður getur yngri hópurinn sem þarf að fá aðstoð við svo margt ekki byrjað strax vegna þess að starfið í þeim hópi er ekki snerti laust, því mun starfið þeirra falla niður næstu tvær vikur eða þangað til að það koma ný fyrirmæli frá heilbrigðisráðuneytinu.

En við viljum enn og aftur minna á mikilvægi persónulegra sóttvarna og að iðkendur eru hvattir til að mæta ekki ef þeir verða varir við minnstu einkenni veikinda og foreldrar og aðrir sem eru að keyra og sækja iðkendur eru vinsamlegast beðin um að bíða í bílum sínum, fara hvergi inn þar sem starfið fer fram.