Breytingar á notkun reiðhallarinnar

Uppfært 

Nú mega þeir knapar sem hafa keppt í Meistaraflokki á árinu eða eru í Landsliðinu í hestaíþróttum koma inn í reiðhöllina eftir nýjustu breytingar á sóttvarnarreglum - Knapar sem ætla að nýta höllina verða að setja sig í samband við framkvæmdastjóra í síma 897 2919 eða senda póst á sorli@sorli.is.

Einungis mega 4 knapar vera inni í einu og í 30 mín með hvern hest. Þeir þurfa að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og spritta hendur og skaft í skítagafli þurfi þeir að nota hann. Knapar sem sýna minnstu flensueinkenni mega ekki alls ekki koma í höllina.

Engar breytingar eru hjá börnum og unglingum frá því sem verið hefur, þau koma bara á skipulagðar æfingar og námskeið með reiðkennurum.

Hinn almenni reiðmaður og keppendur í öðrum flokkum verða að bíða eitthvað lengur með að fá að koma inn í höllina, því miður.

Auðvelt er að fylgjast með lyklanotkuninni ef það kæmi upp smit og það þyrfti að rekja það. Því er mjög mikilvægt að allir noti sína lykla, allir lyklar nema lyklar þeirra knapa sem tilkynna sig til framkvæmdastjóra eru óvirkir.

Verum skynsöm og sýnum ábyrgð og virðum þessar reglur þó svo að okkur finnist þær hreint ekki sanngjarnar, að sumir megi en aðrir ekki, en annað er brot á sóttvarnarlögum.

Rauðaljósið á höllinni mun loga á meðan það eru enn takmarkanir, vonandi slokknar það sem fyrst.

Landsamband Hestamanna sendi undanþágubeiðni og einnig formenn allra hestamannafélaga hér á höfuðborgasvæðinu vegna áframhaldandi lokanna reiðhalla og bíðum við eftir svari við þeim fyrirspurnum.