Brúar og stígagerð í Gráhelluhrauni

Tímabundnarlokanir á reiðvegum 

Vinna hefst á morgun við nýjan göngustíg og göngubrú í Gráhelluhrauni. Brúin aðskilur gangandi, hjólandi og hlaupandi vegfarendur frá ríðandi umferð.

Með þessari framkvæmd verður göngustígurinn sem endar fyrir aftan vallarsvæðið okkar tengdur við göngustígakerfið í upplandi Hafnarfjarðar.

Framkvæmdin var kynnt okkur félagsmönnum á Sörlastöðum í febrúar 2022. Hér er hægt að sjá kynninguna á vef félagsins.

Lokanir á reiðvegunum eru óhjákvæmanlegar á meðan á framkvæmdum stendur, en lokanirnar verða á þremur mismunandi leiðum, ein leið lokuð í einu, sjá kort.

Allar lokanir verða vel mektar með skiltum og lokunarpóstum.

Gróft plan er:

Stígagerð gönguleið verði kláruð fyrir 1 sept.

Fleygun stígur undir brú verði kláruð fyrir 1. sept

Fyllingar og fláar á samt dreni klárað fyrir 15. sept

Uppsteypa kláruð fyrir 1. okt

Brúarsmíði og frágangur fyrir 1. nóv.

Hvetjum reiðmenn til þess að sýna þolinmæði, skilning og tillitsemi og fara sérstaklega varlega og vera vakandi fyrir þeim hættum sem kunna að skapast þar sem stórar vinnuvélar eru í og við reiðvegina.