Dymbilvikusýning Spretts í kvöld 27. mars

Ræktunaratriði 

Í kvöld verður hin árlega Dymbilvikusýning Spretts í Samskiptahöllinni. Húsið opnar kl .18:00 og sýningin hefst kl 20:00.

Eins og fyrri ár verða Sörlafélagar með atriði, hin svokallaða ræktunarkeppni milli félaga.

Fyrir okkar hönd mæta Aníta Rós Róbertsdóttir og Dagur frá Kjarnholtum I, Ásta Kara Sveinsdóttir og Jakobína frá Hafnarfirði, Bjarni Sigurðsson og Drottning frá Hvoli, Haraldur Haraldsson og Birta frá Strönd, Helgi Freyr Haraldsson og Hrynjandi frá Strönd og Smári Adolfsson og Fókus frá Hafnarfirði.

Í fyrra unnum við þessa keppni og ætlum að reyna við sigurinn aftur og þá er mikilvægt að hafa okkar fólk á pöllunum. 

Hvetjum alla til að koma á þessa skemmtilegu sýningu og styðja okkar fólk.

Kynbótanefnd
Sörla