Dymbilvikusýning í Spretti 13. apríl næstkomandi

Ræktunarsýning 

Helga frá Unnarsholti
Helga frá Unnarsholti

Dymbilvikusýningin verður haldin í Spretti miðvikudaginn 13.apríl. Eins og hefð er fyrir verður létt keppni milli hestamannafélaga um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi. Fyrir hönd Sörla fara 6 knapar með frábæra hesta ræktaða af Sörlafélögum.

Katla Sif Snorradóttir kemur með Aris frá Stafholti, keppnishestur sem hefur náð flottum árangri í tölti, ræktaður af Önnu Björk Ólafsdóttur.

Sara Dís Snorradóttir sýnir Eldey frá Hafnarfirði sem hefur náð glæsilegum árangri í slaktaumatölti og unnu þær t.d.slaktaumatöltið í meistaradeild æskunnar nú á dögunum. Eldey er ræktuð af Önnu Björk og Snorra Dal.

Kristófer Darri Sigurðsson mætir með Ófeig frá Þingnesi sem hefur einnig gert það gott á keppnisbrautinni og er ræktaður af Þorsteini Eyjólfssyni.

Einar Ásgeirsson sýnir hryssuna Helgu frá Unnarholti sem er 1.verðlauna klárhryssa ræktuð af Ásgeiri Margeirssyni.

Hannes Sigurgeirsson kemur með Liljar frá Varmalandi,1.verðlauna klárhestur ræktaður af Hannesi og Ástríði.  

Haraldur Haraldsson mætir með Gjöf frá Strönd, 1.verðlauna klárhryssa með aðaleinkunn uppá 8,33 og ræktuð af Haraldi sjálfum.

Við hvetjum Sörlafélaga til að mæta á Dymbilvikusýninguna og styðja okkar fólk. 

Kynbótanefndin

Gjöf frá Strönd
Gjöf frá Strönd
Eldey frá Hafnarfirði
Eldey frá Hafnarfirði