Ekki náðist að klára að keyra efni í Hraunhringinn í gær en það á að klárast í dag föstudaginn 12.nóv einnig á að klára að bæta efni í kantana á Laugaveginum í dag, en það er vegurinn á milli hverfanna meðfram Kaldárselsveginum.
Það eru vélar og tæki út um allt, við verðum að þola það á meðan á framkvæmdum stendur.
Allir vegir verða svo heflaðir og valtaðir eftir helgi, verkið er aðeins búið að tefjast því að það kom svo mikið af grjóti og gróðri úr köntunum á Hraunhringnum þegar hann var heflaður, sem þurfti að hreinsa burt áður en nýtt efni var sett í hann og einnig út af næturfrosti.
Við viljum biðja alla reiðmenn að sýna þessari vinnu þolinmæði því þetta er hagur okkar allra. Planið á milli reiðhallarinnar og hvíta tamningagerðisins verður notað undir efni og því keyrt þaðan út. Það verður því töluvert rask og mikið um vörubíla og allskyns tæki á svæðinu okkar.
Við viljum biðja knapa að fara sérstaklega varlega og vera vakandi fyrir öllum þeim hættum sem kunna að skapast. Einnig er alveg nauðsynlegt að sýna þeim sem eru að vinna fyrir okkur skilning og tillitsemi.
Við hlökkum mikið til að sjá árangur þessarar vinnu.
Reiðveganefnd Sörla