Félagsaðild í Hestamannafélaginu Sörla

Allir eiga að vera félagar 

Hestamannafélagið Sörli stendur fyrir gríðarlega miklu starfi. Starfsmaður félagsins gerir sitt besta til að halda utan um starfið í samstarfi við nefndarfólk og fjölda sjálfboðaliða sem vinna óeigingjarnt starf til að halda félagsstarfinu gangandi. Allt þetta starf kostar bæði orku og peninga. Okkur langar því að benda öllum, sem ekki eru skráðir í félagið en nýta félagsvæðið okkar á einhvern hátt,  að gerast félagsmenn, taka þátt í viðburðum og gerast sjálfboðaliðar.  Það er auðvelt að skrá sig í félagið en það gerir þú með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu og gsm númeri á sorli@sorli.is. Viljum við einnig benda félagsmönnum að skrá börnin sín því félagsaðild fyrir 18 ára og yngri kostar ekkert.

Félagsgjöldin eru félaginu mjög mikilvæg til allrar uppbyggingar og skemmtilegra viðburða. Mikil virkni hefur verið í félaginu undanfarin ár og langar okkur að bæta enn meira í.

Kæru vinir, við vitum að það er auðvitað sjálfsagt að vera félagsmaður í Sörla þegar maður nýtir aðstöðu og reiðvegi félagsins. Við viljum því hvetja alla sem ekki eru skráðir félagsmenn að gera það hið allra fyrsta. Það er nefnilega svo gaman í Sörla. Í leiðinni viljum við hvetja félagsmenn til að aðstoða við viðburði eða þegar taka þarf til hendinni því að eftir því sem að fleiri hendur koma að verður auðveldara að halda viðburði.

Félagsmenn, endilega hvetjið vini og nýliða sem ekki eru félagsmenn til að ská sig, það er svo gaman saman.

Áfram Sörli