Félagshesthús Sörla - Haust 2022

Kátir krakkar 

Langar barnið þitt að kynnast hestum og fara á hestbak en vantar hest eða vantar það hesthúspláss?

Nú gefst barninu þínu einstakt tækifæri til að kynnast ævintýraheimi íslenska hestsins.

Hestamannafélagið Sörli býður nú börnum og unglingum á aldrinum 9-18 ára upp á frábært tækifæri til að stunda hestamennsku. Annarss vegar verður byrjendum boðið upp á aðstoð við að stíga sín fyrstu skref undir handleiðslu leiðbeinenda. Ásamt því að fara á hestbak læra börnin undirstöðuatriði við umhirðu og umgengni við hest og fá þannig raunverulega innsýn í hvað í því felst að halda hest. Hins vegar mun börnum og unglingum sem hafa eigin hest til afnota og vilja stunda sína hestamennsku í félagsskap annarra jafnaldra undir yfirumsjón leiðbeinenda, standa til boða að leigja pláss í félagshesthúsinu.

Félagshesthús Sörla er starfrækt við Sörlaskeið 24, í rúmgóðu og mjög hentugu hesthúsi, þar sem einnig er innangengt í litla reiðhöll. Starfið er undir handleiðslu leiðbeinenda, aðgangur að hestum og reiðtygum fyrir þá sem ekki eru með sinn eigin hest og frábær félagsskapur!

Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á netfangið felagshus@sorli.is

Haustönn hefst 5. sept og líkur 14. des.