Í félagshúsi Sörla er bæði hægt að stunda hestamennsku með láns hross og einnig með eigin hross.
Langar barnið þitt að kynnast hestum og fara á hestbak en vantar hest eða vantar það hesthúspláss fyrir eigin hest?
Nú gefst barninu þínu einstakt tækifæri til að kynnast ævintýraheimi íslenska hestsins.
Félagshús - iðkendur með láns hross
Hestamannafélagið Sörli býður nú börnum og unglingum á aldrinum 9-18 ára upp á frábært tækifæri til að stunda hestamennsku. Annarss vegar verður byrjendum boðið upp á aðstoð við að stíga sín fyrstu skref undir handleiðslu leiðbeinenda. Ásamt því að fara á hestbak læra börnin undirstöðuatriði við umhirðu og umgengni við hest og fá þannig raunverulega innsýn í hvað í því felst að halda hest.
Félagshús - Iðkendur með eigin hross
Einnig bíðst börnum/unglingum sem hafa sinn eigin hest til afnota og vilja stunda sína hestamennsku í félagsskap annarra jafnaldra að leigja pláss í félagshúsinu. Séð er um morgun-, hádegis- og kvöldgjafir en leigendur þurfa sjálfir að hleypa hestum sínum út og gera stíurnar. Við hvetjum einnig alla krakka sem stunda sína hestamennsku í félagshúsi Sörla sæki reiðnámskeið sem eru í boði hjá félaginu t.d knapamerki og reiðmennskuæfingar.
Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á netfangið felagshus@sorli.is
Félagshesthús Sörla er starfrækt við Sörlaskeið 24, í rúmgóðu og mjög hentugu hesthúsi, þar sem einnig er innangengt í litla reiðhöll. Starfið er undir handleiðslu leiðbeinenda, aðgangur að hestum og reiðtygum fyrir þá sem ekki eru með sinn eigin hest og frábær félagsskapur!
Haustönn hefst 8. sept og líkur 17. des 2025
Búið er að opna fyrir skráningu í Sportabler.
Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:
https://sportabler.com/shop/sorli/
Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá
Fylla út
Senda
Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.