Félagshús, Knapamerki og Reiðmennskuæfingar

 

Þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur þá getum við haldið okkar striki með Félagshús, Knapamerki og Reiðmennskuæfingar hjá börnum og unglingum fædd 2005 og yngri, þeir sem eldri eru fá rafræna kennslu eða leiðsögn frá kennurum.

Á morgun fimmtudag verður sýnikennsla í reiðsal á Reiðmennskuæfingunum á sama tíma og venjulega, en á mánudag verður hópnum eflaust skipt upp í smærri hópa þannig að allir þurfa að fylgjast vel með tilkynningu frá kennara um helgina.

Iðkendur eru hvattir til að mæta ekki ef þeir verða varir við minnstu einkenni veikinda.

Foreldrar og aðrir sem eru að keyra og sækja iðkendur eru vinsamlegast beðin um að bíða í bílum sínum, fara hvergi inn þar sem starfið fer fram.

Við viljum biðja foreldra að taka upplýsta ákvörðun um það hvort það kjósi að senda barnið sitt á æfingu eða ekki.

Einnig geta forsendur breyst dag frá degi - fylgist því vel með.