Félagshús, Knapamerki og Reiðmennskuæfingar barna og unglinga

Félagsstarfið aftur af stað 

Á morgun miðvikudaginn 18. nóvember er okkur leyfilegt að fara af stað með allt barna og unglinga vegna tilslakana sóttvarnayfirvalda gagnvart þeim sem eru fæddir 2005 og seinna.

Því mæta allir þeir sem eru á miðvikudögum í félagshús á morgun og þeir sem eru á knapamerkjanámskeiðum byrja á morgun en reiðmennskuæfingarnar byrja svo á fimmtudag og við ætlum þá að byrja á verklegum tíma.

Nánari upplýsingar verða sendar til iðkenda og forráðamanna þeirra.

Reiðmennskuæfingar fullorðinna falla áfram niður við bíðum frekari fyrirmæla frá sóttvarnayfirvöldum en þau ættu að berast um 1.des.

Frumtamninganámskeiðið sem átti að vera núna í nóvember var aflýst og verður því miður ekki.

Reiðhöllin verður því miður áfram lokuð því öll íþróttamannvirki eru lokuð nema fyrir æfingar barna.