Félagsjakki Sörla

Íþróttafólk Sörla 

Stjórn Sörla og framkvæmdastjóra langar að hvetja keppendur Sörla til að kaupa sér félagsjakka með það að markmiði að vera sýnileg sem íþróttafólk Sörla. Okkur langar að efla liðsheildina á sama hátt og ef um aðrar keppnisíþróttir er að ræða því þegar fólk er að keppa fyrir ákveðin lið er það í búningum liðs síns.

Það er alltaf skemmtilegra að sýna liðsheild og okkar félagar hafa svo sannarlega sýnt það í gegnum tíðina.

Verum klædd liðsbúningum okkar á minni mótum sem stórmótum. Höldum áfram að standa saman eins og við höfum ávallt gert. Allir þeir sem stefna á Landsmót 2024 ættu tvímælalaust að kaupa sér félagsjakka.

Æskulýðsnefnd félagsins ætlar að standa fyrir fjáröflun fyrir yngri keppendur okkar þannig að þeir geti safnað upp í félagsjakkana sína.

Búið er að semja við Hrímni um lengri frest á pöntunum eða til mánudagsins 5. febrúar. Áhugasamir geta farið í Lífland og mátað þar softshell keppnisjakkann frá Hrímni til að vita stærðina og panta með því að senda póst á sorli@sorli.is

Áfram Sörli