Félagskeppnisjakkar Sörla til sölu!

Á Sörlastöðum 

Félagskeppnisjakkar Sörla til sölu!

Eru ekki einhverjir landsmótsfarar sem eiga eftir að fá sér jakka fyrir mótið? Sörli á nefnilega nokkra keppnisjakka merkta Sörla til sölu!!

Jakkarnir verða til sölu þriðjudaginn 25. júní kl. 19:30-20:30 og verða þeir afhentir þá.

Verð á félagsjakka er 33.000 kr. Hægt er að skipta greiðslum í allt að fjórar greiðslur.

Á sama tíma verður keppendum á landsmóti fyrir hönd félagsins afhentir landsmótsmiðarnir sem þeir fá endurgjaldslaust.

Enn eru nokkrir Heklujakkar ósóttir og nokkrar kvennatöltspeysur. Eigendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja vörurnar svo allir verði klárir í brekkuna á Landsmóti.

Einnig verður hægt að vitja happdrættisvinninga á sama tíma.

Hvetjum okkar frábæra keppnisfólk og höfum gaman saman!

Áfram Sörli á Landsmóti!!