Fjórði dagur Landsmóts

Fimmtudagur 

Dagur fjögur, nú fer að verða fjör í því.

Milliriðlar í barna og ungmennaflokki fóru fram í gær.

Það var ögn erfiður dagur hjá okkar fólki en hetjuleg frammistaða engu að síður.

Una Björt og Agla tryggðu sér sæti í B-úrslitum barnaflokks og ætla sér örugglega mikið þar.

Ásthildur og Hrafn hlutu því miður ekki einkunn en áttu fína sýningu og Elísabet lenti í brasi með stökkið á Östru.

Í ungmennaflokki lenti Sara Dís einnig í stökk vandræðum en Siggi Dagur og Flugar gerðu góða sýningu og eru rétt utanvið úrslitin.

Í fimmgangi endaði Snorri í 10 sæti á Gimstein og Katla og Engill í því 14.

Í 250 m skeiði er Ingibergur á Sólveigu í 4 sæti eftir fyrri tvo sprettina á 22,34 sek en Flótti lá ekki sína spretti.

Í dag eru milliriðlar í unglingaflokki, B-flokki og A- flokki ásamt forkeppni í T1.

Unglingaflokkur: 8:30

Kolbrún Sif og Bylur nr 5

Fanndís og Garpur nr 13

Snæfríður og Liljar nr 26

A-flokkur 14:45

Forni og Hinni nr 6

Góði og Siggi Matt nr 14

Setningarathöfn mótsins er klukkan 19:05 með hópreið og skemmtilegheitum, hátíðleg stund þar sem fulltrúar allra félaga koma fram.

Áfram Sörli