Fjórði dagur Landsmóts 2022

Veisla framundan 

Í dag fer fram keppni í milliriðlinum í B-flokki, ungmennaflokki og A-flokki gæðinga.

Dagskrá hefst á B-flokki strax klukkan 8:00

Snorri Dal er númer 4 í braut á Gutta

Þinur og Ástríður eru númer 9

Adrían og Daníel eru númer 16

Ísak og Teitur númer 25

Litla veislan maður.

Í ungmennaflokki sem hefst kl 11:15 er Katla okkar númer 25 svo hún ætti að ríða í braut um 13:30 sirka.

A-flokkur hefst svo klukkan 14:30 með látum því Goði og Daníel eru fyrstir í braut.

Stólpi og Hlynur eru númer 4

Engill og Snorri númer 10

Eftir kvöldmat er forkeppni í fjórgangi og T2.

Sjáumst í brekkunni 💪