Folaldasýning Sörla – 18. mars – Tollar undir Sindra og Þráinn á uppboði

Næstu tveir tollar sem verða boðnir upp 

Folaldasýning Sörla verður haldin á laugardaginn, 18.mars, og hefst kl 13. Hið árlega folatollauppboð verður af bestu gerð og höfum við fengið tolla undir Húna frá Ragnheiðarstöðum, Stein frá Stíghúsi, Hrafn frá Oddsstöðum og Álfjárn frá Syðri-Gegnishólum. Hér kemur kynning á síðustu tveimur tollunum sem eru undir afburða gæðinga sem slegið hafa rækilega í gegn !  

*Sindri frá Hjarðartúni – Sigurvegari 7 vetra flokks stóðhesta á Landsmóti 2022 með hvorki meira né minna en 9,38 fyrir hæfileika og einn af vinsælustu stóðhestum Íslands! Sindri er afburðahestur undan Dögun frá Hjarðartúni og Stála frá Kjarri. Fyrir sköpulag hefur Sindri hlotið 8,28 og fyrir hæfileika 9,38, þar af 10 fyrir brokk, skeið og samstarfsvilja, 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið, 9 fyrir hægt tölt. Hann var sýndur af Hans Þór Hilmarssyni. Ræktandi Sindra er Óskar Eyjólfsson, eigendur eru Einhyrningur ehf, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir.

*Þráinn frá Flagbjarnarholti – Stórkostlegur alhliða gæðingur sem hefur átt mjög góðu gengi að fagna á kynbótabrautinni, keppnisvellinum og skilað nú þegar frábærum afkvæmum. Þráinn er einn af vinsælustu stóðhestum Íslands og er með 134 stig í kynbótamatinu. Hann er undan Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum og Álfi frá Selfossi. Þráinn hefur hlotið fyrir sköpulag 8,70, þar af 9,5 fyrir samræmi, 9 fyrir háls/herða/bóga og bak og lend. Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 9,11, þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja og fet, 9 fyrir tölt, brokk, skeið, stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Ræktandi Þráins er Jaap Groven og eigandi er félagið Þráinsskjöldur.

 

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 16.mars. Þeir sem hafa skráð en ekki greitt skráningargjöld eru vinsamlega beðnir um að ganga frá því sem fyrst.

Skráning: á netfangið topphross(hja)gmail.com

*Nafn folalds, nafn móður og föður, litur, eigandi og ræktandi folalds.

Skráningargjald er 2500 krónur, leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt:640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.

Dagskrá og rásröðun verður á vefnum 17.mars.

 

Dómarar: Gísli Guðjónsson og Jón Vilmundarson

Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.

Kv. Kynbótanefndin

Sindri frá Hjarðartúni
Þráinn frá Flagbjarnarholti