Folaldasýning Sörla – á morgun – uppboðstollur undir Vökul frá Efri-Brú

Einn bættist við 

Vögull frá Efri-Brú

Folaldasýning Sörla verður haldin á morgun, 18.mars, og hefst kl 13. Það er algjört met í skráningum en 58 folöld eru skráð! Hið árlega folatollauppboð verður af bestu gerð og höfum við fengið tolla undir Húna frá Ragnheiðarstöðum, Stein frá Stíghúsi, Hrafn frá Oddsstöðum, Álfjárn frá Syðri-Gegnishólum, Sindra frá Hjarðartúni og Þráinn frá Flagbjarnarholti. Einn hefur bæst við í uppboðið og kynnum við hann hér:

*Vökull frá Efri-Brú – Frábær klárhestur sem hefur gert það gott á keppnisvellinum, kynbótabrautinni og skilað frábærum afkvæmum. Vökull er undan Kjalvör frá Efri-Brú og Arði frá Brautarholti. Fyrir sköpulag hefur hann hlotið 8,50, þar af 9 fyrir samræmi, hæð á herðakamb 151cm. Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,28, þar af 9 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, hægt stökk og 9,5 fyrir fegurð í reið. Eigandi Vökuls er Hafsteinn Jónsson og Hestar ehf, ræktandi er Böðvar Guðmundsson.

Skráningargjald er 2500 krónur, ef þið hafið ekki greitt skráningargjöldin vinsamlegast gangið frá því sem fyrst. Leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt:640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.

Dagskrá og rásröðun verður á vefnum eftir hádegi í dag. 

 

Dómarar: Gísli Guðjónsson og Jón Vilmundarson

 

Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.

Kv. Kynbótanefndin