Folaldasýning Sörla – á morgun – enn bætist í folatollana Losti frá Þúfum

Og enn bætist við tollana 

Losti frá Þúfum

Folaldasýning Sörla verður haldin á morgun, 18. mars, og hefst kl 13. Það er algjört met í skráningum en 58 folöld eru skráð! Hið árlega folatollauppboð verður af bestu gerð og höfum við fengið tolla undir Húna frá Ragnheiðarstöðum, Stein frá Stíghúsi, Hrafn frá Oddsstöðum, Álfjárn frá Syðri-Gegnishólum, Sindra frá Hjarðartúni, Þráinn frá Flagbjarnarholti og Vökull frá Efti-Brú. Einn hefur bæst við í uppboðið og kynnum við hann hér:

*Losti frá Þúfum – Losti er þriggja vetra ósýndur leirljós foli, en sem lofar mjög góðu. Losti er undan Happadís frá Stangarholti og Spaða frá Stuðlum. Happadís hlaut einkunnina 8.29 í kynbótadómi og hlaut hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2020. Happadís varð Íslandsmeistari 2010 og er m.a. móðir Eyglóar sem hlaut 2021 hæsta kynbótadom sem gefinn hefur verið fjögurra vetra hryssu.. Spaði frá Stuðlum hlaut einkunnina 8,73 í kynbótadómi. Báðir foreldrar Losta eru einnig leirljósir. Ræktandi Losta er Mette Mannseth og eigandi er félagið Graðar gellur. Kynbótamat Losta er 125 og er hann með mjög líklega með CA arfgerð. Losti er einstaklega geðgóður.

Búið er að loka fyrir skráningu á sýninguna.

Dagskrá og rásröðun verður á vefnum eftir hádegi í dag. 

Dómarar: Gísli Guðjónsson og Jón Vilmundarson

Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.

Kv. Kynbótanefndin