Folaldasýningin hefst stundvíslega kl 12:00 á laugardaginn og eru 25 folöld skráð til leiks. Dómari er Jón Vilmundarson.
Veitingasala á staðnum - Stebbukaffi. Komið klædd eftir veðri, getur orðið kalt í höllinni og ekki hægt að fara á efri hæð.
Folatollauppboðið verður á sínum stað undir stjórn Palla Óla og höfum við fengið tolla undir frábæra stóðhesta. Þeir eru Frosti frá Hjarðartúni, Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum, Kolfaxi frá Margrétarhofi, Ottesen frá Ljósafossi og Skugga-Sveinn frá Austurhlíð.
Dagskrá:
12:00 byrjum við á merfolöldum og hestfolöldin verða svo sýnd í beinu framhaldi. Svo förum við í folatollauppboðið og þar á eftir í úrstlit. 5 efstu folöld í hvorum flokki fara í úrslit. Glæsilegasta folald sýningarinnar fær hinn glæsilega Þjórsárbakkabikar.
Við biðjum eigendur folalda að mæta með folöldin ekki seinna en 11:30.
Ath. ekki er hægt að fara með folöldin úr höllinni fyrr en að sýningu lokinni.
Hér er ráslistinn:
Merfolöld
Holl 1
1. Perla frá Unnarholti
Rauðskjótt
Móðir: Hildur frá Unnarholti
Faðir: Skýr frá Skálakoti
Ræktandi og eigandi: Unnarholt ehf.
2. Frostrós frá Barkarstöðum
Leirljós glaseygð
M. Kría frá Ásbrú
F. Glanni frá Barkarstöðum
Ræktandi: Víðir Már Gíslason
Eigandi: Sunna Rós Sigurðardóttir
Holl 2
3. Nös frá Ásgeirsbrekku
Litur: Rauð, nösótt
Faðir: Stardal frá Stíghúsi
Móðir: Von frá Enni
Eigandi: Guðbr. Stígur Ágústsson
Ræktandi: Jóhann Ingi Haraldsson
4. Sigling frá Grindavík
Litur: Bleikálótt, höttótt
Faðir: Atlas frá Hjallanesi
Móðir: Prinsessa frá Grindavík
Eigandi og ræktandi: Jóhanna Ólafsdóttir
Holl 3
5. Rana frá Hafnarfirði
Litur: Brúntvístjörnótt
Faðir: Hrafn frá Oddsstöðum
Móðir: Vigdís frá Hafnarfirði
Eigandi og ræktandi: Bryndís Snorradóttir
6. Viktoría Rós frá Selfossi
Litur: Leirljós, blesótt
Faðir: Leggur frá Lauftúni
Móðir: Gabríella frá Króki
Eigandi og ræktandi: Rakel Róbertsdóttir og Steinunn H Gunnarsdóttir
Holl 4
7.Vorsól frá Áslandi
Litur: Rauð
Faðir: Sindri frá Hjarðartúni
Móðir: Sóldögg frá Áslandi
Eigendur og ræktendur: Kristín Þorgeirsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Þorgeir Jóhannesson og Gyða Sigríður Tryggvadóttir
8. Sólrún frá Svignaskarði
Litur: Rauðstjörnótt (verður grá)
Faðir: Sólon frá Skáney
Móðir: Hugsýn frá Svignaskarði
Eigandi og ræktandi: Guðmundur Skúlason
Holl 5
9. Sóley frá Miklaholti
Litur: Rauðskjótt, blesótt
Faðir: Illugi frá Miklaholti
Móðir: Ísafold frá Hólaborg
Eigandi: Helga Guðrún Friðþjófsdóttir
Ræktandi: Þór Kristjánsson
10. Esja frá Bjarkarhöfða
Litur: Brún
Faðir: Kögri frá Kópavogi
Móðir: Uppspretta frá Bjarkarhöfða
Eigandi og ræktandi: Vilhjálmur Karl Haraldsson
Holl 6
11. Sigurrós frá Unnarholti
Brúnskjótt
Móðir: Helga frá Unnarholti
Faðir: Skarpur frá Kýrholti
Ræktandi og eigandi: Einar Ásgeirsson
Hestfolöld
Holl 1
1. Svalur Pési frá Selfossi
Litur: Móálóttur
Faðir: Óþekkt
Móðir: Skellibjalla frá Króki
Eigandi og ræktandi: Rakel Róbertsdóttir
2. Hljómur frá Strönd II
Litur: Jarpstvístjörnóttur
Faðir: Jöfri frá Hemlu II
Móðir: Gjöf frá Strönd II
Eigendur: Haraldur Hafsteinn Haraldsson og Helgi Freyr Haraldsson
Ræktendur: Haraldur Hafsteinn Haraldsson og Hulda Helgadóttir
Holl 2
3.Sandur frá Stíghúsi
Litur: Móálóttur, skjóttur
Faðir: Steinn frá Stíghúsi
Móðir: Sara frá Sæfelli
Eigandi og ræktandi: Guðbr. Stígur Ágústsson
4. Ársæll frá Þorlákshöfn
Litur: Bleikblesóttur, sokkóttur, glaseygður
Faðir: Almáttugur frá Kálfhóli
Móðir: Þrá frá Veðramóti
Eigandi og ræktandi: Linda Guðgeirsdóttir
Holl 3
5. Bjarmi frá Áslandi
Litur: Rauðblesóttur (verður grár)
Faðir: Sindri frá Hjarðartúni
Móðir: Apríl frá Ytri-Skjaldarvík
Eigendur: Sigurður Dagur Eyjólfsson. Þorgeir Jóhannesson og Gyða Sigríður Tryggvadóttir
Ræktendur: Kristín Þorgeirsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Þorgeir Jóhannesson og Gyða Sigríður Tryggvadóttir
6. Hrannar frá Þorlákshöfn
Litur: Glóbrúnn
Faðir: Almáttugur frá Kálfhóli
Móðir: Helena frá Króki
Eigandi og ræktandi: Hrefna Rún Olivers Óðinsdóttir
Holl 4
7. Kári frá Svignaskarði
Litur: Jarpskjóttur
Faðir: Logi frá Svignaskarði
Móðir: Jónsmessa frá Svignaskarði
Eigandi og ræktandi: Oddný Mekkín Jónsdóttir
8. Kristall frá Hafnarfirði
Litur: Brúnn (verður grár)
Faðir: Frægur frá Flekkudal
Móðir: Villimey frá Hafnarfirði
Eigendur og ræktendur: Bryndís Snorradóttir og Snorri Rafn Snorrason
Holl 5
9. Glaður frá Áslandi
Litur: Rauðskjóttur
Faðir: Nagli frá Áslandi
Móðir: Birta frá Blönduósi
Eigandi og ræktandi: Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir
10. Katlar frá Steinnesi
Litur: Moldóttur
Faðir: Steinn frá Stíghúsi
Móðir: Sigyn frá Steinnesi
Eigandi: Guðbr. Stígur Ágústsson
Ræktandi: Magnús Jósepsson
Holl 6
11. Sleipnir frá Áslandi
Litur: Brúnskjóttur (verður grár)
Faðir: Þröstur frá Kolsholti
Móðir: Nótt frá Áslandi
Eigendur og ræktendur: Kristín Þorgeirsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Þorgeir Jóhannesson og Gyða Sigríður Tryggvadóttir
12. Danni frá Þorlákshöfn
Litur: Brúnn, yrjóttur
Faðir: Óþekkt
Móðir: Glóey frá Viðvík
Eigandi og ræktandi: Hrefna Rún Olivers Óðinsdóttir
Holl 7
13. Safír frá Brekknakoti
Litur: Brúnstjörnóttur, leistóttur með vagl
Faðir: Leiftur frá Torfunesi
Móðir: Dáð frá Steinskoti 1
Eigandi: Árni Arnþórsson
Ræktandi: Dagný Gunnarsdóttir
14. Rökkvi frá Sæfelli
Litur: Brúnn
Faðir: Toppur frá Sæfelli
Móðir: Særún frá Sæfelli
Eigandi og ræktandi: Jens Arne Petersen
Holl 8
15. Keisari frá Bjarkarhöfða
Litur: Rauðskjóttur
Faðir: Dalvar frá Efsta-Seli
Móðir: Kjós frá Bjarkarhöfða
Eigandi og ræktandi: Haraldur Haraldsson
16. Everest frá Skúmsstöðum
Litur: Jarpblesóttur, leistóttur, hringeygður
Faðir: Sjarmur frá Sölvholti
Móðir: Emelía frá Skúmsstöðum
Eigandi: Ester Hilmarsdóttir
Ræktandi: Heiða Sigríður Hafsteinsdóttir
Holl 9
17. Dagdraumur frá Reykjaborg
Móálóttur blesóttur sokkóttur glaseygður
M. Assa frá Reykjaborg
F. Gimsteinn frá Gilhaga
Ræktandi: Lilja Margrét Snorradóttir
Eigandi: Sunna Rós Sigurðardóttir
18. Andvari frá Unnarholti
Brúnn
Móðir: Aldís frá Kjarnholtum I
Faðir: Þráinn frá Flagbjarnarholti
Ræktandi og eigandi: Ásgeir Margeirsson
Holl 10
Kolfinnur frá Kjarnholtum 1
Litur: Jarpur
Faðir: Adrían frá Garðshorni á Þelamörk
Móðir: Fjóla frá Kjarnholtum 1
Eigandi og ræktandi: Magnús Einarsson