Tilkynning frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur

Bláalónsþrautin 

 

Við hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur viljum vekja athygli ykkar á því að á laugardaginn 12. júní verður haldin hjólreiðakeppnin Bláalónsþrautin sem verður ræst frá Hlíðarþúfum kl. 16:00 til 16:30

Veginum inn að Kaldaseli mun verða lokað í 5 til 10 mínútur í senn í 3 skipti þegar 150 manna hópar verða ræstir. Þetta verður á milli kl. 16:00 og 16:40 um það bil.  Hjólað verður til vinstri af Kaldaselsvegi og inn á Hvaleyrarvatnsveg og þaðan að Krísuvíkurvegi.

Við vonumst til að mæta skilningi og að þetta valdi ekki miklum óþægindum fyrir ykkur hestafólkið.