Keppnisnámskeið og æfingar fyrir Íslandsmót barna og unglinga

Íslandsmót barna og unglinga 

15. - 18. júlí fer Íslandsmót barna og unglinga fram á Sörlastöðum.

Það er sérlega skemmtilegt tækifæri fyrir okkur að hafa mótið á okkar heimavelli og við viljum að sjálfssögðu gera sem allra mest úr því.
Það væri sannur heiður að Sörlakrakkar í Barna og Unglingaflokki taki þátt í mótinu fyrir hönd félagsins og reyni sig í keppni á móti krökkum af öllu landinu.
Hestamannafélagið Sörli býður upp á keppnisnámskeið fyrir knapa sem hafa hug á því að fara á Íslandsmótið.

Námskeiðið hefst mánudaginn 21 júní og kennt er í fjórar vikur.

21. júní (mánudagur) (Farið yfir hross og knapa, skipulag)
28. júní (mánudagur) (Skipuleggja upphitun, Keppnisform, slökun)
5. júlí (mánudagur) (Æfa prógramm á velli)
13. júlí (þriðjudagur) (Lokaæfing fyrir Íslandsmót)

Bóklegur tími þar sem keppnisskipulag er rætt miðvikudaginn 30 júní.

Verð: 14.000 kr.

Kennari: Hinrik Þór Sigurðsson

Skráning: hinriksigurdsson@gmail.com

 

Við setjum upp síðu á Facebook þar sem fulltrúar Sörla á Íslandsmótinu og æfingunum fá hvatningu og pepp fyrir mótið og kringum mótsdagana. Þar getum við komið upplýsingum á milli eftir þörfum.

Sköpum alvöru liðsheild, og skemmtum okkur saman Sörlamenn í aðdraganda mótsins, bæði keppendur, stuðningsmenn og allir sem áhuga hafa á því að styðja okkar fólk.

Hestamannafélagið Sörli

Íþrótt-Lífstíll