Starf yfirþjálfara Hestamannafélagsins Sörla  

Sörli auglýsir 

Sörli er eitt af stærstu hestamannafélögum landsins en í því tæplega 900 félagsmenn. Sörli hefur á s.l. árum sótt verulega á enda um að ræða einstaklega virka og góða félagsmenn sem eru sammála um að gera félagið skemmtilegt og áhugavert þar sem að bæði hinn almenni reiðmaður getur notið sín í frítíma sínum og atvinnumenn geta stundað sitt fag.

Hjá Sörla starfar einn fastur starfsmaður sem hefur hlutverk framkvæmdastjóra. Síðast liðið ár hefur að auki starfað formlega yfirþjálfari á vegum Sörla en verkefnið var tilraunaverkefni sem hófst á árinu 2019.
Sörli hefur yfir að ráða lítilli reiðhöll, reiðgerðum, reiðvöllum og afar fallegu svæði til útreiða. Á næstu misserum verður byggð stærri reiðhöll sem er til þess fallin að á félagssvæði Sörla verði íþróttin miklu markvissari hvað varðar kennslu, þjálfun og fjölbreytileika.
Nánari upplýsingar um Hestamannafélagið Sörla má finna á: www.sorli.is 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastjórnun, skipulagning námskeiða og æfinga barna og fullorðinna í samráði við framkvæmdastjóra

 • Gerð námsskrár og annara gagna sem er skila þarf til opinberra aðila vegna íþróttastarfssins

 • Skipulag og utanumhald með reiðtímum og reiðkennurum

 • Skipulag námskeiða í samvinnu við Fræðslunefnd og Æskulýðsnefnd

 • Skipulag auglýsinga og skráninga í samvinnu við framkvæmdastjóra

 • Ábyrgð á að námskeið og æfingar standi undir sér fjárhagslega

 • Umsjón og þjálfun keppnisbarna og unglinga fyrir vormót félagsins, Íslandsmót og Landsmót og eftirfylgni með þeim á stærri mótum.

 • Samskipti við foreldra og umráðamenn barna

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði hestamennsku auk reiðkennararéttinda

 • Mikil og víðtæk reynsla við reiðkennslu og skipulagningu hennar

 • Krafa um góða skipulagshæfni

 • Krafa um hreint sakavottorð

 • Þekking og reynsla af því að útbúa námsskrár

 • Mjög góð samskiptahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki 

 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli 

 • Góð þekking á tölvuforritum, nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

 • Góð almenn þekking á samskiptamiðlum 

 • Teymisvitund, frumkvæði og mikill faglegur metnaður 

 • Umsækjandi þarf að vera hvetjandi, frumlegur hvað varðar nýjungar og að geta hugsað út fyrir boxið

 • Reiðkennarar sem staðsettir/starfandi eru á félagsvæði Sörla og eru félagmenn ganga fyrir við val í starf yfirþjálfara.


Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2021, umsóknir sendist á sorli@sorli.is. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Laun yfirþjálfara eru verktakalaun þar sem yfirþjálfara er tryggð kennsla að lágmarki 10 nemenda á skipulögðum æfingum félagsins á tímabilinu frá september til loka maí auk bóklegrar kennslu.