Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla 2021

Hafnarfjarðarmeistaramót 2021 

Ákveðið hefur verið að halda Hafnarfjarðameistaramót Sörla á Hraunhamarsvellinum skv. dagskrá dagana 5. – 9. maí 2021

Til að mótið geti farið fram verðum við að treysta á að keppendur og áhorfendur vinni með okkur að fylgja öllum reglum almannavarna sem munu gilda á þessum tíma.

Mikilvægt er að passa uppá 2 metra regluna hvort sem er keppendur eða áhorfendur.

Mótið verður opið öllum keppendum.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka.

Takmörkun þátttöku í hverri grein er við 20 keppendur.

Skráning á mótið er hafin á Sportfeng og stendur til miðnættis þriðjudaginn 4. maí.

Þar sem ekki er hægt að skrá polla yngri en 9 ára í Sportfeng, viljum við biðja ykkur að senda okkur nafn polla og nafn hests á motanefnd@sorli.is og taka from hvort pollinn verði ríðandi eða teymdur.

 Keppnisgreinar eru eftirfarandi :

· Meistaraflokkur: Tölt T1, Tölt T2, Fjórgangur V1, Fimmgangur F1, Gæðingaskeið PP1

· 1 flokkur: Tölt T3, Tölt T4, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2. Gæðingaskeið PP1

· 2 flokkur: Tölt T3, Tölt T7, Fjórgangur V2, Fjórgangur V5, Fimmgangur F2

· Ungmenni: Tölt T3, Tölt T4, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2.

· Unglingar: Tölt T3, Tölt T7, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2

· Börn: Tölt T3, Tölt T7, Fjórgangur V2, Fjórgangur V5

· 100 m skeið P2.

· Gæðingaskeið PP1 21árs og yngri.

· Pollar: Boðið verður upp á pollaflokk

Skráningagjöld eru eftirfarandi:

· Barnaflokkur og unglingaflokkur: 4000 kr.

· Ungmennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur: 5000 kr.

· Gæðingaskeið – 5000 kr

· 100m skeið – 3500 kr

 

Sörlafélagar þurfa að hafa greitt félagsgjöldin sín til að hafa keppnisrétt á mótinu.

Allar afskráningar og fyrirspurnir skulu berast á motanefnd@sorli.is

 

Dagskrá verður auglýst siðar