Folaldasýning Sörla - síðasti skráningardagur á morgun fimmtudaginn 11. mars!

Sörlastöðum 

Þjórsárbakkabikarinn eftirsótti.

Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 13.mars á Sörlastöðum og hefst kl 13.00. Folatollauppboðið verður á sínum stað og hlýtur folald sýningarinnar hinn eftirsótta Þjórsárbakkabikar.

Skráning: senda á netfangið topphross@gmail.com. Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

-Nafn folalds
-Nafn móður og föður folalds
-Litur
-Eigandi og ræktandi folalds

Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509. Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross@gmail.com með nafni folalds sem skýringu.

Athugið: Skv gildandi sóttvarnarreglum er grímuskylda á viðburðinum og gestir skrá nafn, símanúmer og kennitölu þegar þeir mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Kynbótanefndin.