Forkeppni lýkur og úrslit hefjast á WR Íslandsmóti barna og unglinga

Forkeppni lýkur/Úrslit hefjast 

Ágætu knapar á Íslandsmóti og forráðamenn.  Mótstjórn og starfsfólk mótsins færir ykkur bestu þakkir fyrir prúðmannlegar framkomu, stundvísi og fallegar sýningar. Forkeppni í hringvallargreinum er nú lokið og úrslit hefjast laugardaginn 17. júlí.

Við biðjum ykkur að gæta að eftirfarnandi:

  • Afskrániingar skulu berast a.m.k. klukkustund áður en b-úrslit í viðkomandi grein hefjast

  • Knapar skulu mæta tímanlega í safnhring og fá litamerkingar hjá starfsólki fótaskoðunar

  • Ekki má yfirgefa safnhring  eftir að inn er komið nema til keppnisvallar

  • Forráðamenn skulu halda sig utan safnhrings

  • Leiðsögn í safnhring er ekki leyfileg

  • Forráðamönnum er heimild að aðstoða við að lagfæra búnað og fatnað. Skal það gert með leyfi starfmanna fótaskoðunar.

Gangi ykkur öllum vel.

Svafar Magnússon, yfirdómari

Darri Gunnarsson, mótstjóri