Frá ÍSÍ - Boð um þátttöku á námskeiði í Stokkhólmi

European Youth and Sport Platform 2023 

Ágætu félagar,

ÍSÍ var að berast boð um að senda einn ungan þátttakanda á námskeiðið European Youth and Sport Platform 2023 í Stokkhólmi dagana 1.-4. júní. Námskeiðið er á vegum ENGSO (European Non Governmental Organization) sem eru evrópusamtök íþróttasamtaka. Stefnt er því að safna saman 100 þátttakendum á aldrinum 18-30 ára sem verða fulltrúar ólíkra íþrótta og samtaka frá allri Evrópu, með fjölbreytta reynslu og hugmyndir. Þátttakendur munu taka þátt í vinnustofum, smiðjum, íþróttum, sýningum og vinna saman að plaggi sem getur haft áhrif á stefnumótun Íþrótta framtíðarinnar. Námskeiðið er haldið í Bosön sem er einstakt svæði á vegum Sænksa íþróttasambandsins umkringt stórkostlegri náttúru en samt svo nálægt miðborg Stokkhólms. Greitt verður fyrir ferðir, gistingu og fæði á meðan á dvölinni stendur fyrir þann aðila sem verður fyrir valinu.

Vinsamlegast hvetjið ungt og efnilegt fólk til að sækja um, fyrirvarinn er mjög stuttur og þarf umsóknin að berast ÍSÍ í síðasta lagi 30. mars. Hér er hlekkur á umsókn  

Kær kveðja
Ragnhildur Skúladóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands