Randi Holaker kemur til okkar og heldur erindi fyrir krakka sem stunda ein hestaíþróttina.
Hvetjum við foreldra og aðra aðstendur þessara barna til að mæta.
Fræðslan er mánudaginn 16. des kl 17:00-18:00.
Við verðum í glersal Íshesta gengið inn um aðalinngang.
Randi ætlar að fræða og fara yfir með krökkunum:
- Þarfir hestsins
- Atferli hrossa
- Heilsu hesta
- Hvernig maður sér ef hegðun hestsins er óeðlileg
- Tungumál hestsins
- Umgengni og frágang reiðtygja
- Snyrtilega umgengni
Það er skyldumæting fyrir krakkana í félagshúsi Sörla.
Einnig eru öll önnur Sörlabörn velkomin!
Randi er tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og býr á Skáney í Borgarfirði með fjölskyldu sinni. Þar reka þau alsherjar hrossaræktarbú í mjög góðri aðstöðu og eru með ræktun, þjálfun og kennslu á hrossum.