Heimsókn til Sindra reiðkennara og í Hestefli
Á sunnudaginn 15. des næst komandi ætla Sindri og Rikki að bjóða Sörla krakka velkomna í heimsókn.
Mæting hjá félagshúsinu kl 15:00.
Fyrst röltum við yfir í hesthúsið til Sindra þar sem hann ætlar að sýna okkur hvernig hann þjálfar hesta.
Næst röltum við yfir í Hestefli og kíkjum á vatnsbretta þjálfun.
Að auki verður hestabúð þeirra Sindra og Rikka opin með sérstökum afsláttum á vel völdum vörum fyrir jólin.
Að lokum verða pantaðar pizzur og spjallað um hesta.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kveðja
Æskulýðsnefnd