Framkvæmdir á reiðvegum 16.nóv

Framkvæmdir á reiðvegum 

Stefnt er á að klára framkvæmdir á hringjunum okkar, Skógarhring og Hraunhring í dag þriðjudaginn 16. nóvember, vonandi gengur það eftir, spurning hvort snjórinn sem féll í gær og nótt setji eitthvað strik í reikninginn.

Hvetjum enn til þess að reiðmenn sýni þolinmæði, skilning og tillitsemi og fari sérstaklega varlega og séu vakandi fyrir þeim hættum sem kunna að skapast þar sem stórar vinnuvélar eru enn á svæðinu.

Reiðveganefnd Sörla