Framkvæmdarsvæði - Aðgát

Mikil umferð 

Mikil umsvif og gríðaleg umferð stórra ökutækja er í og við byggingasvæði reiðhallarinnar.

Hjá þessu verður að sjálfsögðu ekki komist á meðan á framkvæmdum stendur en við viljum biðla til allra að fara sérstaklega varlega.

Nú eykst fjöldi knapa og hesta með viku hverri á svæðinu því margir eru búnir að taka inn eða farnir að huga að því.

Svæðið í kringum reiðhöllina okkar er sérstaklega hættulegt og viljum við því hvetja knapa sem eru að koma þangað að teyma jafnvel hross sín, sérstaklega unga knapa og þá sem eru á viðkvæmum og lítið gerðum hestum.

Einnig viljum við hvetja foreldra með ung börn á svæðinu að fylgjst vel með þeim því svona byggingasvæði eru gríðarlega spennandi fyrir litla káta krakka.