Framkvæmdir á reiðvegum

Enduruppbygging 

Næstu daga og jafnvel næstu vikur verða framkvæmdir á reiðvegunum okkar þ.e.a.s. þeim sem eru skilgreindir sem okkar æfingasvæði. Þetta er nauðsynleg aðgerð en farið verður í enduruppbyggingu á þessum mannvirkjum þar sem þau liggja undir skemmdum.

Við byrjum á ,,Laugaveginum” sem er reiðvegurinn á milli hverfanna sem liggur meðfram Kaldárselsveginum. Það á að rétta hann aðeins af og bæta í hann efni en síðan verða hringirnir okkar tveir, Skógarhringur og Hraunhringur, líka teknir og lagaðir.

Á morgun þriðjudaginn 26. október verður Laugaveginum lokað og byrjað að vinna í honum. Við komum til með að láta vita um framvindu verksins og hvaða hlutar af reiðvegunum verða teknir í framhaldi og hvar verður lokað hverju sinni.

Við viljum biðja alla reiðmenn að sýna þessari vinnu þolinmæði því þetta er hagur okkar allra. Planið á milli reiðhallarinnar og hvíta tamningagerðisins verður notað undir efni og því keyrt þaðan út. Það verður því töluvert rask og mikið um vörubíla og allskyns tæki á svæðinu okkar.

Við viljum biðja knapa að fara sérstaklega varlega og vera vakandi fyrir öllum þeim hættum sem kunna að skapast. Einnig er alveg nauðsynlegt að sýna þeim sem eru að vinna fyrir okkur skilning og tillitsemi.

Við hlökkum mikið til að sjá árangur þessarar vinnu.

Reiðveganefnd
Sörla